Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands verður haldin við hátíðlega athöfn í Hjálmakletti í Borgarnesi föstudaginn 4. júní kl. 13 og boðið upp á kaffiveitingar í Ásgarði á Hvanneyri eftir athöfnina.
Brautskráðir verða nemendur af búfræðibraut og háskólabrautum. Í ljósi sóttvarnarráðstafanna þurfa gestir að bera grímu bæði í sæti og þegar staðið er upp. Nemendur þurfa ekki að bera grímur meðan gengið er til skírteinisveitinga. Uppröðun í sal bíður upp á nokkur sæti til hliðar og aftast þar sem unt er að halda meters fjarlægð og sitja án grímu
Við minnum alla á að huga vel að persónubundnum sóttvörnum og lámarka snertingu sameiginlegra flata.