Meistaranemar í skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands taka þátt í Hönnunarmars í ár. Nemendur verða með sýningu á verkefnum á Solon Bistro Bar við Bankastræti og verður hægt að sjá brot af því besta sem þeir hafa unnið í Studíoinu seinustu fimm ár. Jafnframt verður til sölu yfirlitsrit verkanna. Sýningin er opin til 15. mars.
Borgarhönnun
frá minnstu smáatriðum til heildar myndarinar
STUDIO 2010-2014
Í borgarhönnun vill brenna við að hinn mannlegi mælikvarði gleymist.
Jafnvægi þarf að ríkja milli fagurfræði og virkni borgarumhverfisins.
Á sýningunni eru ögrandi hönnunarverkefni meistaranema í skipulagsfræði við LbhÍ sem hafa á undanförnum árum leikið sér að því í að endurhanna ýmsa borgarhluta.
Nemendur í umhverfisskipulagi stefna á að vera með innsetningu á Miðbakka við Reykjavíkurhöfn en það er þó háð veðri og vindum.