Bio-Blitz –Alþjóðleg áskorun um líffræðilegan fjölbreytileika

Alþjóðleg áskorun um líffræðilegan fjölbreytileika

LBHÍ tekur þátt í alþjóðlegri áskorun sem kallast BioBlitz á vegum ICA, samtökum evrópskra háskóla á sviði lífvísinda. Með þessu viljum við vekja athygli á líffræðilegum fjölbreytileika og stuðla að aukinni náttúruupplifun þátttakenda.

Opnunarviðburður 

Þriðjudaginn 9. maí hófum við keppnina með sérstökum viðburði á Hvanneyri. Þar tóku þátt nemendur af öllum skólastigum á Hvanneyri og nágrenni. Leikskólinn Andabær, Grunnskóli Borgarfjarðar og Menntaskóli Borgarfjarðar komu og fengu fræðslu hjá nemendum og starfsfólki Landbúnaðarháskóla Íslands um líffræðilegan fjölbreytileika og síðan var haldið út og byrjað að skrásetja líffverur á háskólasvæðinu. Það tóks virkilega vel til og var sérstaklega skemmtilegt að þarna væru saman komin nemendur úr leikskóla og uppí doktorsnemendur ásamt starfsólki allra skólanna. 

Keppning stendur til 17. júní og geta allir tekið þátt

Við skráninguna er notast við app sem hægt er að hlaða niður í snjallsíma og taka mynd af plöntum, mosum, skordýrum, fuglum eða villtum spendýrum sem appið greinir og skrásetur. Hér er hægt að fylgjast með framgögngu okkar.

Við hvetjum alla til að taka þátt og skrá sem flestar tegundir innan landsvæða LBHÍ. Keppnin stendur svo til 17. júní og er hægt að taka þátt á eigin vegum. Hér eru leiðbeiningar fyrir snjallsímaappið.

 

--

Umsjónarmarður verkefnisins fyrir LBHÍ er Jóhanna Gísladóttir umhverfisstjóri 
Nánar um Bio-Blitz á síðu ICA samtakanna

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image