Aukið virði landbúnaðarafurða - Hvað getur Ísland gert?

Landbúnaðarháskóli Íslands, Samtök ungra bænda og Matís bjóða til opins fundar um landbúnaðarmál í Ásgarði 24. október nk. Fulltrúum allra framboða sem bjóða lista til alþingiskosninga, verður boðið að kynna framtíðarsýn flokkanna í landbúnaðarmálum. Allir sem áhuga hafa á framgangi landbúnaðar eru hvattir til að koma, ræða við frambjóðendur og koma sínum sjónarmiðum á framfæri.
 

Dagskrá

19:30   Velkomin  Einar Freyr Elínarson, formaður SUB                

19:35   Öflugur LbhÍ gegnir lykihlutverki í verðmætasköpun í landbúnaði  Sæmundur Sveinsson, rektor LbhÍ                

19:45   Hvað getur íslenskur landbúnaður lært af verðmætasköpun í sjávarútvegi?  Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís                

19:55   Fulltrúar framboða kynna hvað þeir ætla að gera fyrir aukna verðmætasköpun í landbúnaði                 

20:40   Kaffihlé              

20:45   Frambjóðendur svara spurningum úr sal                

21:00   Fundi slitið

Fundarstjóri:  Auður Magnúsdóttir, deildarforseti auðlinda- og umhverfisdeildar LbhÍ. Boðið verður uppá kaffi og meðlæti.

Hægt verður að fylgjast með fundinum á netinu þar sem honum verður streymt í gegnum Facebook síðu Samtaka ungra bænda.

Auglýsing

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image