FutureArctic stendur að 15 doktorsverkenfum í samstarfi sjö háskóla og sjö einkafyrirtækja. Á Íslandi er það Landbúnaðarháskólinn og einkafyrirtækið Svarmi sem eru þátttakendur. Doktorsverkefnin eru öll unnin í samstarfi háskóla og fyrirtækja og snúast öll að því að þjálfa doktorsnema í bæði brautryðjandi rannsóknum á sviði umhverfisvísinda og tækni. Tækni-verkefnin eru á sviði tölvuský-tenginga rannsóknatækja og útreikninga, gervigreindar, fjarkönnunar og mælitækni. MYND af vef Svarma

Auglýst eftir 15 doktorsnemum – hefur þú áhuga?

Allar umhverfisrannsóknir doktorsnemanna munu nýta ForHot rannsóknasvæði (www.forhot.is) Landbúnaðarháskólans á Reykjum í Ölfusi, þar sem jarðhiti er nýttur til rannsókna á áhrifum hlýnunar á vistfræði og á efnaferla í náttúrulegum graslendum og gróðursettum skógi.

Tvær af þessum launuðu doktorsnemastöðum verða hjá okkur við Landbúnaðarháskóla Íslands, en allar eru þær hluti af Evrópuverkefninu FutureArctic sem mun fara fram að stórum hluta á Íslandi. FutureArctic er svokallað, ITN (intensive training network) verkefni sem fjármagnað er í gegnum H2020 rannsóknaáætlun ESB og hófst 1 júní 2019 og lýkur 2023.

FutureArctic stendur að 15 doktorsverkefnum í samstarfi sjö háskóla og sjö einkafyrirtækja. Á Íslandi er það Landbúnaðarháskólinn og einkafyrirtækið Svarmi sem eru þátttakendur. Doktorsverkefnin eru öll unnin í samstarfi háskóla og fyrirtækja og snúast öll að því að þjálfa doktorsnema í bæði brautryðjandi rannsóknum á sviði umhverfisvísinda og tækni. Tækni-verkefnin eru á sviði tölvuský-tenginga rannsóknatækja og útreikninga, gervigreindar, fjarkönnunar og mælitækni.

Allar umhverfisrannsóknir doktorsnemanna munu nýta ForHot rannsóknasvæði (www.forhot.is) Landbúnaðarháskólans á Reykjum í Ölfusi, þar sem jarðhiti er nýttur til rannsókna á áhrifum hlýnunar á vistfræði og á efnaferla í náttúrulegum graslendum og gróðursettum skógi. Þarna eru um einstakt tækifæri að ræða fyrir öflugt ungt íslenskt fólk sem hefur lokið meistaranámi og vill afla sér doktorsgráðu á sviði umhverfisfræði eða tækni, þar sem rannsóknirnar fara að mestu fram á Íslandi, en viðkomandi er skráð(ur) í öfluga háskóla erlendis.

Það er krafa ESB í öllum ITN verkefnum að doktorsnemar þurfa að fara til annars lands en þeir hafa verið búsettir/starfað síðustu þrjú ár.

Íslendingar geta því valið um verkefni sem eru boðin af eftirfarandi háskólum:

· Háskólanum í Antwerpen (ESR1) í Belgíu – og landbúnaðarrannsóknastofnuninni ILVO (ESR2) og fyrirtækinu IMEC (ESR9; ESR13, ESR14)
· Háskólanum í Tartu í Eistlandi (ESR3) – og fyrirtækinu VSI í Vín í Austurríki (ESR12)
· Vínarháskóla í Austurríki (ESR4; ESR15).
· Háskólanum í Innsbruck í Austurríki (ESR5)
· Kaupmannarhafnarháskóla í Danmörku (ESR6) – og fyrirtækinu DMR (ESR11)
· UAB háskólanum í Barcelóna á Spáni (ESR 8)

Á Íslandi eru þetta: · Landbúnaðarháskóli Íslands (ESR7) – og fyrirtækið Svarmi (ESR10)

Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér rannsóknastöðurnar og senda inn umsóknir HÉR 
Frekari upplýsingar veitir einnig: Bjarni Diðrik Sigurðsson prófessor við LbhÍ This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image