Landbúnaðarháskóli Íslands í samstarfi við Bændasamtök Íslands, Matís, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Samtök ungra bænda, Samtök smáframleiðenda matvæla/Beint frá býli og Samtök fyrirtækja í landbúnaði stóðu að málþingi sem haldið var fimmtudaginn 7. mars kl. 10-15 á Hvanneyri.
Á málþinginu Landslagið í landbúnaði og matvælaframleiðslu var eftirfarandi ályktun borin upp og samþykkt.
“Fulltrúar málþingsins eru sammála um að íslenskur landbúnaður búi yfir miklum tækifærum enda ein af undirstöðuatvinnugreinum þjóðarinnar. Hættumerki eru á lofti sem ungir bændur, hagsmunasamtök bænda og fleiri hafa bent á og mikilvægt er að grípa til aðgerða strax. Vandinn er þegar viðurkenndur og fjármögnunar þörf. Málþingið skorar á hagaðila og stjórnvöld að taka höndum saman og tryggja góða aðstöðu til rannsókna, menntunar og nýsköpunar og styðja við tækniframfarir og nýliðun. Þannig er tryggt að íslenskur landbúnaður sé arðsöm og eftirsóknarverð atvinnugrein. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir íslenska þjóð.”
Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor LBHÍ opnaði málþingið og fundarstjóri var Hlédís Sveinsdóttir. Eftirfarandi aðilar héldu erindi.
- Rætur framtíðar. Framþróun hefðbundinnar matvælaframleiðslu
- Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði - Framtíð ráðunautarins
– Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins - Má læra eitthvað af sjávarútveginum?
– Guðmundur Stefánsson sviðsstjóri hjá Matís - Skipta rannsóknir í landbúnaði máli?
- Erla Sturludóttir deildarforseti ræktunar og fæðu hjá Landbúnaðarháskóla Íslands - Framtíðarvagninn
- Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands - Hver verða skrefin til framtíðar?
- Steinþór Logi Arnarson formaður Samtaka Ungra bænda - Báknið: Áhrif blýhúðunar regluverks á smáframleiðendur
- Oddný Anna Björnsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla / Beint frá býli - Í lokin voru borðaumræður