Á námskeiðinu eru fyrirlestrar og teymisvinna ásamt vettvangsferðum. Lokakynning verður svo haldin í Ráðhúsi Reykjarvíkur 16. ágúst kl 13
Nú er í gangi alþjóðlegt námskeið hjá okkur þar sem 20 nemendur frá átta löndum koma vinna saman og halda svo lokakynningu í Ráðhúsinu í Reykjavík föstudaginn 16. ágúst kl 13 til 15.30.
Þátttakendurnir hafa verið að skoða lausnir við vandamálum sem skapast við hækkun sjávarstöðu vegna hnattrænnar hlýnunar. Ýmsir fyrirlesarar hafa komið og fjallað um efni tengd skipulagsfræðum og umhverfismálum og spurt er hvernig geta borgir framtíðarinnar tekist með sjálfbærum hætti á við breytingar á strandlínu og þá vá sem steðjar að vegna hækkunar sjávar? Hvaða tæki hafa borgarskipulagfræðingar og skipulagsfræðin til að koma til móts við þessar breytingar? Einnig vinna þátttakendur í teymum við að leysa borgarskipulagsverkefni.
Sigríður Kristjánsdóttir dósent í skipulagsfræði við LBHÍ kennir á námskeiðinu ásamt öðrum reynslumiklum kennurum í faginu frá háskólanum í Washington (US), the Olso School of Architecture and design (NOR), the Lulea University of Technology (SWE) og Aalto University (FIN).
English
20 students from 8 countries are working on the upcoming challenges in urban design and planning when it comes to deal with sea level rise due to global warming. How can the future cities set the course for sustainable urban planning today, with regards to changing coast lines and therefore resulting risks? What urban planning tools exist to meet these challenges?
Sigriður Kristjánsdóttir docent in our Planning program is lecturing in the Planning Charette together with a group of other highly experienced professors from the University of Washington (US), the Oslo School of Architecture and Design in Norway, the Lulea University of Technology in Sweden and the Aalto University in Finland.
The students have been attending various lectures and working intensively in small groups on specific urban design projects, both in Reykjavík and at Hvanneyri Campus of AUI. A final presentation of their results will be held in the town hall of Reykjavik on August 16th.