Snorri Sigurðsson afhendir Ragnheiði I. Þórarinsdóttur eintak af bókinni

Afhending gjafaeintaka nýrrar bókar um nautgriparækt.

Image
Að skrifunum koma alls 21 höfundur, hver með þekkingu á sínu sviði og eykur það dýpt efnisins verulega. Þetta verkefni var unnið af mikilli hugsjón þar sem allir höfundar efnis lögðu fram vinnu við skrifin í sjálfboðavinnu.

Snorri Sigurðsson kom færandi hendi með gjafaeintök af nýútkominni kennslubók um íslenska nautriparækt sem hann hafði umsjón með og ritstýrði. Að bókinni komu auk Snorra fjöldi sérfræðinga sem gáfu sína vinnu til verkefnisins. Verkefnið hlaut styrk frá Þróunarsjóði nautgriparæktar til uppsetningar, yfirlesturs og prentunar á kennslueintökum. Bókina er hægt að hlaða niður af vef Landssambands kúabænda.

Ragnheiður I. Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands veitti bókinni viðtöku ásamt starfsmönnum skólans og sagði við tilefnið

Það er einstaklega ánægjulegt að fá þessa bók í hendurnar í dag, en síðast kom út kennslubók í nautgriparækt hér á landi árið 1984. Ég vil þakka öllum sem komu að þessu mikilvæga verki fyrir þeirra þátttöku og óeigingjarna starf, en að skrifunum komu um 20 sérfræðingar sem gáfu vinnu sína. Það eru bjartir tímar framundan hjá íslenskum landbúnaði, ný landbúnaðarstefna er að líta dagsins ljós og útgáfa bókarinnar styður við framþróun kennslu hjá Landbúnaðarháskólanum.

Snorri Sigurðsson er sérfræðingur í nautgriparækt og unnið við ráðgjöf, kennslu og rannsóknir á liðnum áratugum. Undanfarið starfað fyrir afurðafélagið Arla Foods við ráðgjöf til kúabænda í Kína og núna í Nígeríu þar sem hann leiðir þróunarstarfsemi félagsins í vesturhluta Afríku.

TIlurð bókarinnar er sú að kennslubók í nautgriparækt kom síðast út hér á landi árið 1984 í útgáfu Bændaskólans á Hvanneyri og hefur ekki komið út kennslubók síðan þá. Það hefur því vantað nýja kennslubók í langan tíma og hefur búgreinafélag kúabænda, Landssamband kúabænda, margsinnis kallað eftir því að unnið yrði að nýrri bók en ný bók hefur þó ekki komið fyrr en núna.

Bókin er alfarið byggð á einstaklingsframtaki og er Snorri Sigurðsson útgefandi bókarinnar. Að skrifunum koma alls 21 höfundur, hver með þekkingu á sínu sviði og eykur það dýpt efnisins verulega. Þetta verkefni var unnið af mikilli hugsjón þar sem allir höfundar efnis lögðu fram vinnu við skrifin í sjálfboðavinnu. Svo unnt væri að koma bókinni út var svo sótt um styrk til Þróunarsjóðs nautgriparæktarinnar og fékk umsóknin afar jákvæða umfjöllun Fagráðs í nautgriparækt. Sjóðurinn kostaði uppsetningu, prófarkalestur og prentun nokkurra gjafaeintaka.

„Vegna hins rausnarlega stuðnings er það mér því sönn ánægja að afhenda skólanum 100 eintök af þessari bók sem ég vona að komi sér vel. Hvernig skólinn fer með þessi eintök er algjörlega undir honum komið en vonandi nýtast bækurnar nemendum við skólann á komandi árum. Þess má geta að bókina má einnig nálgast rafrænt á vef Landssambands kúabænda, www.naut.is. Auk þess mun hún koma út hjá Hljóðbókasafni Íslands sem hljóðbók fyrir þá sem eiga erfitt með lestur eða geta ekki lesið“ sagði Snorri við afhendinguna.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image