Ætla að bjóða upp á bragðgóðan og fjölbreyttan mat í mötuneytinu

Hjónin Óli Páll Einarsson og Þóra Margrét Júlíusdóttur eru nýir rekstraraðilar í mötuneyti Landbúnaðarháskóla Íslands. Óli Páll er lærður matreiðslumaður og hefur lengst af unnið á ýmsum matsölu og veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu. Þegar auglýst var eftir nýjum rekstraraðilum segist hann hafa séð þarna spennandi tækifæri sem bjóði upp á marga möguleika. Þau hjónin eru nú í fyrsta sinn komin í eigin rekstur, en það var búið að vera draumur hjá þeim í einhven tíma. Þau segjast vera mjög ánægð að vera komin á Hvanneyri, í rólegra og þægilegra umhverfi, og eins að geta ráðið sér sjálf.  Þá er Hvanneyri nær heimili þeirra, en þau búa á Melunum í Hvalfjarðarsveit ásamt fimm börnum.

Hjónin segjast spennt fyrir komandi vetri, þau ætli að bjóða upp á hollan og heilsusamlegan mat sem er eldaður frá grunni og reyna þá að takmarka unna matvöru eftir fremsta megni í matreiðslunni. Þá verður allt brauðmeti heimabakað og þau ætla að leitast eftir því að versla matinn í nærumhverfinu.

Þau stefna að því að setja upp matseðil sem gildir í einn mánuð í senn og þá verður boðið upp á salatbar þrisvar í viku til að geta boðið upp á sem ferskasta hráefnið.

Myndatexti: Björn Þorsteinsson, rektor, býður Óla Pál og Þóru Margréti velkomin til starfa.

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image