Mynd frá tilrauninni. Tara A. Mulloy

Áburður jafnar skammtímaáhrif sauðfjárbeitar á hálendi Íslands

Áhrif sauðfjárbeitar á gróðurþekju og lífmassa gróðurs á lítt gróinu yfirborði 

Nú hefur verið birt grein í hefti 32/2019 í alþjóðlega vísindatímaritinu Icelandic Agricultural Sciences eftir þau Tara A. Mulloy, Isabel C. Barrio, Katrínu Björnsdóttur, Ingibjörgu Svölu Jónsdóttur og David S. Hik og ber heitið Áburður jafnar skammtímaáhrif sauðfjárbeitar á hálendi Íslands.

Í greininni segir frá tilraunum á Þeistareykjum og á Auðkúluheiði þar sem áhrif sauðfjárbeitar á gróðurþekju og lífmassa gróðurs á lítt gróinu yfirborði, með því að bera saman beitta og óbeitta reiti sem ýmist voru meðhöndlaðir með áburði eða ekki. Rannsóknin var endurtekin í tveimur mismunandi búsvæðum (fjalldrapamóa og mel) á tveimur landssvæðum, innan og utan eldgosabeltisins. Sauðfjárbeit hafði ekki áhrif á gróðurþekju lítt gróins yfirborðs, en í ábornum reitum á slíku landi minnkaði beitin lífmassa plantna (aðallega grasa). Beitarálag getur aukist verulega á ábornum svæðum og vinnur það gegn uppsöfnun lífmassa. Við notkun áburðar til að stemma stigu við jarðvegseyðingu á afréttum þarf því að taka tillit til þess lífmassa sem fjarlægður er með aukinni beit.

Umræða um áhrif sauðfjárbeitar og beitarstjórnun á afréttum og á jarðvegseyðingu er mikil en þekkingu um áhrif beitar og beitarstjórnar er ábótavant.  Þessi rannsókn er því mikilvægt framlag sem bæði eykur þekkingu okkar og er málefnalegt innlegg í umræðu um beitarmálin.

Greinina má sjá í heild sinni hér

logo

Þekking á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu.

LBHÍ

Hvanneyri - 311 Borgarbyggð
Sími 433-5000
lbhi@lbhi.is
Kt. 411204-3590
Rafrænir reikningar
Image

Starfsstöðvar

Flýtileiðir

Samfélagsmiðlar

Image
Image