Stjórn Nýsköpunarsjóðs námsmanna hefur lokið við úthlutun fyrir sumarið 2021. Sjóðurinn er fyrir háskólanema í grunn- og meistaranámi og geta umsjónarmenn innan háskóla, rannsóknastofnana og fyrirtækja sótt í sjóðinn vegna starfa fyrir nemendur. Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunnnámi og námi á meistarastigi við háskóla til sumarvinnu að rannsókna- og þróunarverkefnum.
Sex verkefni innan Landbúnaðarháskóla Íslands og eitt tengt hlutu styrk að þessu sinni. Einnig er verkefni þar sem nemendur okkar taka þátt. Þau eru:
- Búsvæði ferskvatnsfiska í votlendislækjum. Umsjónamaður er Jóhannes Guðbrandsson nýdoktor.
- Drónamælingar: Áhrif hlýnunar á íslensk graslendi í umsjón Bjarna Diðriks Sigurðssonar prófessors.
- MAPS - Case study þar sem Astrid Blanche Narcissa Lelarge lektor er umsjónamaður.
- Mót myndlistar og rykrannsókna á Íslandi og fer Pavla Dagsson Waldhauserová rannsóknamaður með umsjón.
- Samfélagsmiðlar- tækifæri fyrir aðdráttarafl svæða í umsjón Helenu Guttormsdóttur lektors.
- Sheep Save Soils/Kindur lækna landið í umsjón Úlfs Óskarssonar lektors.
- Repjuolía í umsjón Egils Gunnarssonar bústjóra Hvanneyrarbúsins.
- Novel re-evaluation of Icelandic biodiversity í umsjón Skúla Skúlasonar hjá Náttúruminjasafni íslands með Ingibjörgu Ólöfu Benediktsdóttur nema í náttúru- og umhverfisfræði.
Við óskum öllum til hamingju með styrkinn og verður spennandi að fylgjast með framvindu verkefnanna.